Hörgsá

HÖRGSÁ

Hörgsá rennur þrjá kílometra á flatlendi og samnefndu gljúfri, með mörgun flottum veiðistöðum. Þar veiðist aðallega sjóbirtingur, veiðst hafa fiskar yfir 20 pund, einnig lax og bleikja. Á efra svæði Hörgsár, sem er tveggja stanga svæði og nær frá gamla brúarstæði upp að Sauðadalsfossi eru fjölmargir veiðistaðir. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og hafa veiðst þar stórir sjóbirtingar, þó það sé ekki þekkt fyrir magnveiði. Fyrri hluta sumars veiðist stöku lax og bleikja og mikið er um staðbundinn smáurriða. Ekki er akfært með ánni nema að mynni Hörgsárgljúfur. Svæðið er hrjóstrugt yfirferðar en erfið ganga er marlaunuð með ægifegurt náttúrunnar. Hörgsá er dæmigerð dragá með stórt vatnasvæði. Hún getur því vaxið hratt í rigningum og er vissast að hafa varann á!. Á neðra svæði Hörgsár er veitt á tvær stangir og er veiðisvæðið um tveggja kílómetra langt. Nær það frá gamla brúarstæði að breiðabalakvisl, sem sameinast Skaftá í Vatnamótum. Svæðið einkennist af malareynum og grasbökkum uns áin rennur í Breiðabalakvisl.