Vatnamót – Veiði – Gæs og Sjóbirtingur

Veiðin í Vatnamótum

Haukur Haraldsson og veiðifélagar voru við veiðar í Vatnamótum  2017, góð veið var, eða um 50 fallegir sjóbirtingar, sem náðu allt að 16 pundum, en í veiðibókinni eru skráðir margir fiskar sem eru um og yfir 10 pund. Allur aflinn kom á flugur eins og Vítisauga og ýmsa nobblera mikið til útaf og fyrir ofan bílastæði,  mikið vatn í ánni, en menn létu það ekki á sig fá og stunduðu veiðarnar af kappi, enn eru til nokkur laus veiðileyfi og ættu veiðimenn að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í veisluna, þetta eru ekki nema 3ja tíma keyrsla frá höfuðborginni. Þess má geta að öllum fiskunum var sleppt.

Vatnasvæði Vatnamóta austan Kirkjubæjarklausturs

vatnamot

mynd441

VATNAMÓTIN
Í suð austan roki og rigningu eða í sól og blíðu! þú finnur ekki muninn. Þú ert að veiða. Hjá okkur á Hörgslandi getið þið keypt veiðileyfi, í Vatnamótum Skaftár, Fossála Breiðbalakvíslar og Hörgsár.

HÓLMASVÆÐIÐ og MÁVABÓTARÁLAR
Hólmasvæðið og Mávabótarálar í Skaftá er gott veiðisvæði fyrir sjóbirting,  gott veiðihús með eldunaraðstöðu og svefnaðstöðu fyrir allt að 5 manns er á svæðinu, vinsamlegast pantið veiðileyfin tímanlega.

Góð veiði í opnun Vatnamóta í ár

 

banner600x200 gif

Hörgsland heimasíða