Veiðisvæðið

fiskur fugl hafasamb horgsa kortasja
veður veidileyfi veidisv veidikort1 myndbond

 

 

Frábær opnun í vatnamótum 2016

Við Ragnar á Hörgslandi, Geir Birgir og Gylfi Harðar,  vorum við veiðar í Vatnamótum núna frá 01. til 03. apr, veiðin var góð einsog venjulega eða um 76 fiskar frá 5 til 12 pund, þó mest um 7-8 punda fallegum sjóbirtingum og sá stæðsti um 90 cm. Allur þessi fiskur kom á flugur og var þar flæðamús Sigurðar Pálssonar hvað drýgst einnig aðrir strímerar og nobblerar,  veður var þokkalegt en hefði mátt vera betra, dálítil snjókoma og slydda, færðin niður eftir var sæmileg og fer skánandi og þurfa veiðimenn að vera á 4×4 ökutækjum, veitt var frá kl. 10. til ca 4.00 þessa daga og lofar framhaldið góðu um veiði í vatnamótum.

Áfram góð veiði í Vatnamótum

Haukur Haraldsson og veiðifélagar voru við veiðar í Vatnamótum núna í vikunni, veiðin gekk vel eða um 50 fallegir sjóbirtingar sem náðu allt að 16 pundum, en í veiðibókinni eru skráðir margir fiskar sem eru um og yfir10 pund. Allur aflinn kom á flugur eins og Vítisauga og ýmsa nobblera mikið til útaf og fyrir ofan bílastæði, veður var frekar fúlt og mikið vatn í ánni, en menn létu það ekki á sig fá og stunduðu veiðarnar af kappi, enn eru til nokkur laus veiðileyfi og ættu veiðimenn að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í veisluna, þetta eru ekki nema 3ja tíma keirsla frá höfuðborginni. Þess má geta að öllum fiskunum var sleppt.

banner horgsland_stangaveiði copy

 

 

mynd441

VATNAMÓTIN
Í suð austan roki og rigningu eða í sól og blíðu! þú finnur ekki muninn. Þú ert að veiða. Hjá okkur á Hörgslandi getið þið keypt veiðileyfi, í Vatnamótum Skaftár, Fossála Breiðbalakvíslar og Hörgsár.

HÓLMASVÆÐIÐ og MÁVABÓTARÁLAR
Hólmasvæðið og Mávabótarálar í Skaftá er gott veiðisvæði fyrir sjóbirting,  gott veiðihús með eldunaraðstöðu og svefnaðstöðu fyrir allt að 5 manns er á svæðinu, vinsamlegast pantið veiðileyfin tímanlega.

Góð veiði í opnun Vatnamóta í ár

 

banner600x200 gif


ferdamalamerki-copy

Hörgsland heimasíða

<!--